Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði kynferðislega heldur starfinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:45 Hólmfríður Magnúsdóttir kom upp um þjálfarann. vísir/stefán Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00