Opnun alríkisstjórnarinnar komin á borð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 23:42 Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings yfirgefa þinghúsið eftir atkvæðagreiðsluna í kvöld. Vísir/AFP Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp um bráðabirgðafjárlög svo hægt verði að opna alríkisstjórnina aftur eftir þriggja daga lokun. Lögin hafa verið send Donald Trump forseta til undirskriftar. Afgerandi meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti frumvarpið fyrr í dag og nú í kvöld ljáðu 266 af 435 þingmönnum fulltrúadeildarinnar því samþykki sitt. Samkvæmt því verður rekstur alríkisstjórnarinnar fjármagnaður til 8. febrúar. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Níu þingmenn demókrata í öldungadeildinni þurftu að samþykkja bráðabirgðalausnina en því höfnuðu þeir til að knýja á um vernd fyrir um 700.000 innflytjendur sem fluttir voru ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna.Washington Post segir að frjálslyndir stuðningsmenn demókrata og baráttufólk fyrir réttindum innflytjenda sé ævareitt ákvörðun demókrata um að falllast á málamiðlun við repúblikana. Þeir hafi ekki fengið neina fullvissu um samkomulag um örlög skjólstæðinga DACA annað en loforð Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um að hann muni láta greiða atkvæði um frumvarp sem tekur á stöðu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00 Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Símsvari Hvíta hússins veldur usla Hvíta húsið sakar Demókrata um að halda stjórnvöldum Bandaríkjanna í gíslingu vegna innflytjenda. 22. janúar 2018 14:00
Enn allt í hnút vestanhafs Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag. 22. janúar 2018 07:36
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36