New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:23 Tom Brady fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis. NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.
NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira