„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 06:48 Landsmenn ættu að vera orðnir veðrinu vanir. Vísir/ernir Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Búast má við austan hvassviðri eða stormi á suðurhelmingi landsins eftir hádegi í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður hvassast allra syðst. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland Vestra sem og Suðausturland. Úrkomusvæði gengur betur inn á land eftir því sem líður á daginn og úr því kemur rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma á heiðum. Fram eftir degi verður vindur heldur hægari norðanlands og úrkomulítið þar, en það hvessir einnig á þeim slóðum í kvöld og nótt með ofankomu. Hlýnar heldur í veðri, hiti ofan frostmarks á láglendi sunnantil síðdegis og minnkandi frost um landið norðanvert. Áfram er svo útlit fyrir hvassa austanátt á morgun og slyddu eða snjókomu. Mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands og er það „stund milli stríða á þeim landsvæðum,“ eins og veðurfræðingur orðar það.Sjá einnig: Gul viðvörun víða um land Þá er gert ráð fyrir að vindur muni snúast til norðlægari áttar á miðvikudag og að við taki norðaustan hvassviðri eða stormur sem mun ná til alls landsins. Snjókoman á miðvikudaginn verður hins vegar að sögn veðurfræðings nær eingöngu bundinn við norðan- og austanvert landið og gæti orðið nokkuð þéttur hríðarbylur þegar verst lætur. „Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. Við erum nú stödd á þeim árstíma þar sem illviðri eru að jafnaði tíðust á Íslandi. Mögulega er það hughreystandi fyrir einhverja að veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir fyrripart vikunnar sem nú er að hefjast,“ segir veðurfræðingur og bætir við að útlit sé þó fyrir batnandi veður á fimmtudag þegar norðanáttin og ofankoman minnkar, en þá kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Austan 13-20 m/s og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. Hiti kringum frostmark. Norðaustlægari og bætir heldur í vind um kvöldið og þá talsverð snjókoma í norðausturfjórðungi landsins.Á miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda, talsverð á Austurlandi. Hiti áfram nálægt frostmarki.Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-lands, en dálítil él á N- og A-landi. Kólnandi veður.Á föstudag:Suðaustanátt og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands, annars skýjað og þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast á Norðausturlandi.Á laugardag og sunnudag:Breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Gul viðvörun víða um land á morgun Þeir sem verða á ferðinni þurfa að sýna aðgát. 21. janúar 2018 17:16