Fín frjósemi á Klaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps Frjósemi virðist vera með allra besta móti á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring því börnum fjölgar svo mikið að stækka þarf leikskólann Kærabæ á Klaustri. Ákveðið hefur verið að kaupa færanlega kennslustofu fyrir tæplega 11 milljónir króna. „Viðbótin við leikskólann kemur til vegna mikillar fjölgunar leikskólabarna og til að útrýma biðlista sem hefur myndast. Fjöldi barna á leikskóla hefur á einu ári farið úr 13 í 26 og eru börn á bið eftir plássi. Eftir stækkun verður húspláss fyrir yfir 30 börn,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Leikskólinn er í dag einnar deildar leikskóli en með nýju 80 fermetra viðbyggingunni verður honum skipt upp í tvær deildir. Stöðugildi við leikskólann hafa farið úr fjórum í sjö á síðasta ári og verða samtals átta þegar viðbyggingin verður komin í gagnið og börn sem eru á biðlista í dag komin inn. Sandra Brá segir mikla uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Það eru mörg verkefni í pípunum hér í Skaftárhreppi. Byggðar hafa verið níu íbúðir á síðustu tveimur árum og eru þrjár í byggingu nú á Kirkjubæjarklaustri. Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu sem hefur bæði skilað sér í auknum tekjum og fjölgun íbúa. Framkvæmdir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefjast á árinu sem við bindum vonir við að verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hér eru einnig ungir bændur að hefja byggingu á nýju fjósi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sandra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Frjósemi virðist vera með allra besta móti á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring því börnum fjölgar svo mikið að stækka þarf leikskólann Kærabæ á Klaustri. Ákveðið hefur verið að kaupa færanlega kennslustofu fyrir tæplega 11 milljónir króna. „Viðbótin við leikskólann kemur til vegna mikillar fjölgunar leikskólabarna og til að útrýma biðlista sem hefur myndast. Fjöldi barna á leikskóla hefur á einu ári farið úr 13 í 26 og eru börn á bið eftir plássi. Eftir stækkun verður húspláss fyrir yfir 30 börn,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Leikskólinn er í dag einnar deildar leikskóli en með nýju 80 fermetra viðbyggingunni verður honum skipt upp í tvær deildir. Stöðugildi við leikskólann hafa farið úr fjórum í sjö á síðasta ári og verða samtals átta þegar viðbyggingin verður komin í gagnið og börn sem eru á biðlista í dag komin inn. Sandra Brá segir mikla uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Það eru mörg verkefni í pípunum hér í Skaftárhreppi. Byggðar hafa verið níu íbúðir á síðustu tveimur árum og eru þrjár í byggingu nú á Kirkjubæjarklaustri. Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu sem hefur bæði skilað sér í auknum tekjum og fjölgun íbúa. Framkvæmdir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefjast á árinu sem við bindum vonir við að verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hér eru einnig ungir bændur að hefja byggingu á nýju fjósi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sandra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira