Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag. Vísir/AFP Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018 Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra. Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta. Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus. Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið árBeautiful weather all over our great country, a perfect day for all Women to March. Get out there now to celebrate the historic milestones and unprecedented economic success and wealth creation that has taken place over the last 12 months. Lowest female unemployment in 18 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.And back at the LA women's march, Viola Davis is now addressing the crowd https://t.co/Kh2niSEh8E— Meg Wagner (@megwagner) January 20, 2018
Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira