Gagnrýnir hertar reglur um heimsóknir barna í fangelsi landsins Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 20. janúar 2018 13:36 Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir hertar reglur Fangelsismálastofnunar um heimsóknir barna í fangelsin. Hann segir þær vera of íþyngjandi og að þær valdi því að aðstandendur veigri sér við að sækja um heimsókn. Þá komi þær niður á börnunum. Nýlega breytti Fangelsismálastofnun reglum um heimsóknir aðstandenda fanga í fangelsin. Reglur um heimsóknir barna fanga voru hertar nokkuð en nú er gerð krafa um að fangi skuli að jafnaði hafa verið agabrotslaus í tvo mánuði áður en heimsókn fer fram en það kallast agabrot þegar fangi brýtur reglur fangelsisins.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Þá er heimsókn barns til foreldra í fangelsi ekki heimiluð nema foreldri leyfi Fangelsismálastofnun að kanna hvort mál barnsins sé í vinnslu hjá barnavernd. Synjað er um heimsókn ef foreldrar veita ekki heimild til könnunar hjá barnavernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir að mikil óánægja ríki meðal fanga vegna reglanna. „Þessar reglur eru náttúrulega svo íþyngjandi fyrir fangana sjálfa, aðstandendur og svo kemur þetta verst niður á börnum fanga sem í raun hafa skýlausan rétt á umgengni.“ En hann segir regluna gera það að verkum að aðstandendur sæki ekki um heimsókn. „Þeir veigra sér við því að sækja um heimsóknir af því að þeir vilja ekki fara inn á borð barnaverndaryfirvalda. Þarna erum við kannski að tala um fjölskyldur sem aldrei hefur verið vandamál í tengslum við börn eða heimilið. Þeir sem sækja um, þetta tekur alveg óratíma og er ofboðslega flókið kerfi,“ segir Guðmundur Ingi. Á vefsíðu Fangelsismálastofnunar segir að reglurnar séu settar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Guðmundur Ingi segir að í vissum tilfellum geti reglurnar vissulega verið skiljanlegar en það eigi þá frekar að vera undantekning. „Það er hægt að segja að það sé eðlilegt að fangi fari ekki í heimsókn til barnanna sinna þegar hann er í neyslu en að þurfa að bíða í tvo mánuði, það kallar bara á meira vesen og verður til þess að hlutirnir verða mun erfiðari.“ Þá segir Guðmundur ótækt að Fangelsismálastofnun hafi sett reglurnar einhliða. Reglur sem þessar þyrfti að vinna í samráði við félag fanga, barnaverndarstofu og umboðsmann barna.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira