Oddný segir velferð Íslendinga að hluta byggða á þjófnaði Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2018 19:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira