Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
„Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00