Í grænum kápum í Stokkhólmi Ritstjórn skrifar 30. janúar 2018 21:00 Glamour/Getty Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans eru stödd í Stokkhólmi þessa dagana þar sem þau eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þar hittu þau Viktoríu krónprinsessu og Daníel eiginmann hennar. Þær Viktoría og Katrín voru báðar í grænum kápum þegar þær voru á leiðinni í hádegisverð í konungshöllinni og með loðkraga enda mjög kalt í sænsku höfuðborginni þessa dagana. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fjögur hittast síðan í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms árið 2012. Kápan hennar Katrínar er frá hönnuðinum Catherine Walker og var hún með Mulberry tösku í stíl. Eins og flestir vita eiga þau von á sínu þriðja barni en ekki er vitað nákvæmlega hvenær er von á því, má gera ráð fyrir að það sé seinna í vor. Margt er að dagskránni hjá bresku hjónunum en þau sýndu líka góð tilþrif með bandy liði Hammaby fyrr í dag eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Tíska og hönnun Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans eru stödd í Stokkhólmi þessa dagana þar sem þau eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Þar hittu þau Viktoríu krónprinsessu og Daníel eiginmann hennar. Þær Viktoría og Katrín voru báðar í grænum kápum þegar þær voru á leiðinni í hádegisverð í konungshöllinni og með loðkraga enda mjög kalt í sænsku höfuðborginni þessa dagana. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fjögur hittast síðan í brúðkaupi Katrínar og Vilhjálms árið 2012. Kápan hennar Katrínar er frá hönnuðinum Catherine Walker og var hún með Mulberry tösku í stíl. Eins og flestir vita eiga þau von á sínu þriðja barni en ekki er vitað nákvæmlega hvenær er von á því, má gera ráð fyrir að það sé seinna í vor. Margt er að dagskránni hjá bresku hjónunum en þau sýndu líka góð tilþrif með bandy liði Hammaby fyrr í dag eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun Mest lesið Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour