En nú er annað upp á teninginn, meira að segja WMagazine er búið að kveikja á tískuvitinu hér uppi í norðrinum. Það má segja að sjónvarpsserían Skam hafi opnað margar dyr fyrir Norðmenn sem gátu loksins tekið almennilegt skref fram úr skugganum á frændum sínum í Skandinavíu. Ætli það sé komið til að vera?
Meðal hönnuða sem vert er að fylgjast með frá Osló eru Veronica B Vallenes, byTiMo og FWSS.
Óhræddir við liti, merkjavöru og janúarkuldann sem þessir smekklegu gestir Osló Runway klæddu af sér á merkilega hressandi máta. Eitthvað fyrir okkur hér til að taka til fyrirmyndar? Sjá myndasafn neðst í fréttinni.



