Var ráðinn við Háskólann um leið og Ólafur Ragnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:15 Þorbjörn ætlar að taka deginum í dag með ró þó stórafmæli sé. Vísir/Eyþór Árnason Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is Skóla - og menntamál Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira
Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is
Skóla - og menntamál Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira