Brady í fýlu út í útvarpsmann en vill ekki að hann verði rekinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 09:30 Brady er mættur til Minneapolis og mætti á sinn fyrsta fjölmiðlaviðburð fyrir Super Bowl í nótt. vísir/getty Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00. NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Tom Brady hefur verið vikulegur gestur í útvarpsþætti í Boston en í gær neitaði hann að gefa þættinum viðtal þar sem starfsmaður stöðvarinnar hafði talað illa um fimm ára dóttur hans. Útvarpsmaðurinn, Alex Reimer, var að ræða heimildarmyndina um Brady, Tom vs Time, í öðrum útvarpsþætti á sömu stöð er hann sagði að dóttir Brady væri óþolandi. Það kunni Brady illa að meta. Skiljanlega. Er hringt var í hann úr útvarpsþættinum sagðist hann í beinni vera ósáttur við þessa hegðun og lagði svo á. Mjög vont fyrir útvarpsmanninn að móðga stærstu íþróttastjörnu Bandaríkjanna sem stöðin var með einstakan aðgang að. Bjuggust flestir við því að hann yrði rekinn í kjölfarið en stöðin byrjaði á að senda hann í launalaust leyfi út vikuna. Brady bjargaði samt líklega starfi hans í nótt er hann mætti í sín fyrstu viðtöl í Super Bowl-vikunni. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist þarna á útvarpsstöðinni en ég vona að hann verði ekki rekinn. Það vernda allir börnin sín og börnin mín eiga ekki skilið svona gagnrýni. Ég get skilið gagnrýni í minn garð en ekki barnanna,“ sagði Brady og bætti við. „Það gera allir mistök í sínum störfum og það væri ömurlegt ef líf einhvers myndi breytast mikið út af svona mistökum.“Super Bowl-leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport næsta sunnudagskvöld. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 23.30 en vegleg upphitun hefst í beinni klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira