Limlestingar Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar