Limlestingar Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp til laga um bann við því að klippa litlu tá vinstri fótar af sveinbörnum hefur vakið mikla athygli og það sem undarlegra er nokkrar deilur. Djók! Það þarf ekkert að lögfesta bann við því að fjarlægja tá af strákum. Það er svo galið að sérstakt bann er óþarft. Önnur og undarlegri lögmál gilda um blessaða forhúðina. Hana þarf að vernda með lögum fyrir draugum fortíðar sem ganga enn ljósum logum með tangir sínar og skurðartól. Það fyrirfinnst í alvöru fólk árið 2018 sem telur sér ljúft og skylt að standa vörð um getnaðarlimlestingar. Einna helst vegna þess að í einhverjum samfélögum sé fyrir þeim árþúsunda hefð og því sé barasta alveg ótækt að svipta foreldra réttinum til þess að láta limlesta börnin sín. Þeir sem standa vörð um umskurð drengja láta eins og það séu mannréttindi að foreldri geti með geðþóttaákvörðun látið skera í heilbrigðan vef á líkama barns síns. Reginfirra. Það eru forréttindi að geta refsilaust limlest barnið sitt. Fornaldarleg forréttindi sem ber að afnema. Hefðir geta verið ógeðslegar og mannfjandsamlegar, ekki síst þegar þær eiga rætur í grárri forneskju hvar heimska, bábiljur og hindurvitni voru merkingarmiðjan. Í Kína er löng hefð fyrir dauðarefsingum. Í Afganistan er góð og gild hefð fyrir því að grýta konur fyrir minna en engar sakir. Að sjálfsögðu ber okkur að fordæma slíka villimennsku hvað sem öllum hefðum og fornum hálfvitagangi líður. Manneskjan er snilldarlega samansett frá náttúrunnar hendi og allt, nema kannski botnlanginn, er nákvæmlega á sínum rétta stað. Þetta á við bæði um litlu tá og forhúðina á strákunum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun