Nóg komið Hörður Ægisson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun