Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 19:55 Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra. Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra.
Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00
Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06