Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2018 17:54 Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira