Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 10:42 Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að reyna að tryggja Donald Trump sigur. Vísir/AFP Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega. Bandaríkin Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega.
Bandaríkin Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira