Menntamálaráðherra fundaði með seðlabankastjóra Suður Kóreu Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2018 20:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, sem í dag átti fund með seðlabankastjóra Suður Kóreu, segir margt líkt með fjármálakreppum sem ríkin hafa þurft að eiga við en þau hafi þó unnið sig út úr þeim með ólíkum hætti. Ráðherra er komin til Sól til að vera viðstödd opnunarathöfn ólympíuleikanna á föstudag. Það má segja að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sé komin á fornar slóðir því hún nam við kvennaháskólann Ewha í Sól í Suður Kóreu árið 1994 og skrifaði þá lokaritgerð sína um sameiningu Kóreuríkjanna. Í dag gekk hún hins vegar á fund með Lee Ju-yeol seðlabankastjóra Suður Kóreu eftir að hún flutti erindi í bankanum. Þar fór hún yfir aðdraganda og áhrif hrunsins hér á landi árið 2008. Þá bar hún íslenska hrunið saman við fjármálaáfall sem átti sér stað í Suður Kóreu árið 1997. „Já það er margt líkt með þessum kreppum. Hjá báðum ríkjum var það svo að gríðarlega mikið fjármagnsinnflæði kemur inn í bæði löndin. Kröftugur hagvöxtur, mikil einkaneysla, ásamt því að lánveitingar í bankakerfinu voru til tengdra aðila í miklum mæli. Svo verður þetta gríðarlegur skellur hjá báðum ríkjum,“ segir Lilja. Bæði ríkin hafi verið skuldlítil fyrir kreppu og gjaldeyrisforði lítill. Hins vegar hafi ríkin brugðist ólíkt við fjármálakreppunni þótt á báðum stöðum hafi gjaldmiðillinn fallið mikið. „Til að mynda voru sett fjármagnshöft á Íslandi en ekki í Suður Kóreu. Þannig að raunvaxtastig Suður Kóreu var talsvert hærra í lengri tíma en á Íslandi,“ segir Lilja. Ríkin tvö geti unnið meira saman. Nú hafi íslenskir háskólar stofnað til nemendaskipta við þrjá háskóla í Sól og því séu samskiptin að aukast. En menntamálaráðherrann er annars komin til að vera viðstödd opnunarathöfn vetrar ólympíuleikanna í Sól á föstudag.Ertu farin að hlakka til fyrir hönd íslenska liðsins? „Já, ég hlakka mikið til að hitta íslenska liðið. Fylgjast með okkar góðu keppendum. Við erum með fimm keppendur og það verður virkilega gaman að fylgjast með og taka þátt í þessu með okkar góða íþróttafólki,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira