Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla Einarsdóttir ÍSÍ Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira