Drónar passa upp á dróna á Ólympíuleikunum í Pyeongchang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 10:30 Dróni, Vísir/Getty Ólympíuleikarnir hefjast í Pyeongchang á föstudaginn og það er að mörgu að hyggja þegar kemur að öryggismálum í kringum leikana. Eitt af því sem hefur breyst mikið á síðustu árum er að drónar eru nú mun algengari en þeir voru áður. Þetta þýðir að það er komin ný „ógn“ úr lofti á Ólympíusvæðinu. Skipuleggendur leikanna hafa fundið svar við því þeir ætla meðal annars að nota sérstaka dróna til að passa upp á þessa dróna. Lögreglu-drónarnir munu mynda net og koma þar með í veg fyrir að óæskilegir drónar komist inn á svæðið. Þyrlur verða líka notaðar en svæðið verður enn öruggara með hjálp eftirlitsdrónanna. Drónalausa svæðið mun ná vel út fyrir sjálft Ólympíusvæðið og því mun aðvífandi drónar vera stöðvaðir löngu áður en þeir komast inn á sjálft svæðið. Menn óttast meðal annars um að slíkir drónar séu ekki aðeins að „njósna“ um það sem fer fram heldur gætu hryðjuverkamenn einnig notað þá til að koma sprengjum inn á svæðið.South Korea has drone-catching drones and signal-jamming drone guns for the 2018 Winter Olympics, per @RyanYoung44https://t.co/z06sYOPnhSpic.twitter.com/fftdS466dU — Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2018 Lögreglumenn verða líka með svokallaðr drónabyssur sem virka þannig að ef menn skjóta á dróna þá lokast á allar sendingar til drónans og hann lendir á jörðinni. 60 þúsund manna æfing fór fram á dögunum þar sem 50 þúsund hermenn og tíu þúsund sérsveitarmenn brugðust við því að hryðjuverkamenn voru að nota dróna til að sprengja upp rútu með íþróttafólki innanborðs. Menn eru því undirbúnir fyir allt mögulegt enda lifum við á miklum hryðjuverkatímum. Setningarathöfn Ólympíuleikanna fer fram á föstudaginn kemur en hún hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í Pyeongchang á föstudaginn og það er að mörgu að hyggja þegar kemur að öryggismálum í kringum leikana. Eitt af því sem hefur breyst mikið á síðustu árum er að drónar eru nú mun algengari en þeir voru áður. Þetta þýðir að það er komin ný „ógn“ úr lofti á Ólympíusvæðinu. Skipuleggendur leikanna hafa fundið svar við því þeir ætla meðal annars að nota sérstaka dróna til að passa upp á þessa dróna. Lögreglu-drónarnir munu mynda net og koma þar með í veg fyrir að óæskilegir drónar komist inn á svæðið. Þyrlur verða líka notaðar en svæðið verður enn öruggara með hjálp eftirlitsdrónanna. Drónalausa svæðið mun ná vel út fyrir sjálft Ólympíusvæðið og því mun aðvífandi drónar vera stöðvaðir löngu áður en þeir komast inn á sjálft svæðið. Menn óttast meðal annars um að slíkir drónar séu ekki aðeins að „njósna“ um það sem fer fram heldur gætu hryðjuverkamenn einnig notað þá til að koma sprengjum inn á svæðið.South Korea has drone-catching drones and signal-jamming drone guns for the 2018 Winter Olympics, per @RyanYoung44https://t.co/z06sYOPnhSpic.twitter.com/fftdS466dU — Bleacher Report (@BleacherReport) February 6, 2018 Lögreglumenn verða líka með svokallaðr drónabyssur sem virka þannig að ef menn skjóta á dróna þá lokast á allar sendingar til drónans og hann lendir á jörðinni. 60 þúsund manna æfing fór fram á dögunum þar sem 50 þúsund hermenn og tíu þúsund sérsveitarmenn brugðust við því að hryðjuverkamenn voru að nota dróna til að sprengja upp rútu með íþróttafólki innanborðs. Menn eru því undirbúnir fyir allt mögulegt enda lifum við á miklum hryðjuverkatímum. Setningarathöfn Ólympíuleikanna fer fram á föstudaginn kemur en hún hefst klukkan ellefu að íslenskum tíma.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira