Nokkur fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Karlmaður sem lögregla hafði afskipti af viðurkenndi bæði vörslur og sölu á fíkniefnum. Við húsleit sem gerð var að fengnu samþykki hans fundust kannabisefni og tugir þúsunda í reiðufé. Maðurinn viðurkenndi að reiðuféð væri ágóði af fíkniefnasölu.
Þá fannst nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði. Enn fremur reyndist hótelgestur sem höfð voru afskipti af vera með kannabisefni og hvítt duft í poka í fórum sínum. Hafði hann einnig í fórum sínum jónu sem hann sat ofan á í rúmi sínu. Talsverð ummerki önnur voru um fíkniefnaneyslu í herberginu. Tekin var vettvangsskýrsla af viðkomandi og honum síðan vísað út af hótelinu.
Viðurkenndi að reiðuféð væri ágóði af fíkniefnasölu
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
