Annar hver íþróttamaður missir tökin á lífinu að ferlinum loknum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:30 Það getur verið erfitt að fara úr því að keppa meðal þeirra bestu í blákaldan hversdagsleikann og Kelly Holmes þekkir það manna best Vísir/Getty Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur. Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira
Helmingur allra íþróttamanna sem lagt hafa skóna, hanskana eða hvaða búnað sem er á hilluna hafa áhyggjur af andlegu ástandi sínu samkvæmt nýrri könnun á Englandi. Íþróttamannasamtökin (e. Professional Players' Federation) þar í landi lögðu könnunina fyrir 800 fyrrum íþróttamenn. Einn af hverjum tveimur sagði að þeim fyndist þeir ekki hafa stjórn á lífi sínu tveimur árum eftir að hafa lokið ferli sínum. „Ég týndi því hver ég var og hver tilgangur minn var,“ sagði tvöfaldur Ólympíumeistari Kelly Holmes sem hefur barist við þunglyndi síðan hún hætti og talað um það opinberlega. Aðeins þrír af hverjum 10 sem tóku þátt í könnunninni réðu því sjálfir hvenær þeir hættu. „Afþví ég þurfti að hætta vegna meiðsla þá leið mér eins og ég hefði verið rændur réttindum mínum og þeim draumi sem ég var að reyna að upplifa,“ sagði fyrrum atvinnumaður í rugby Ollie Phillips. „Þessi tilfinning að skipta máli og vera elskaður er tekinn í burtu og allt í einu ert þú ekki nógu góður. Þá ferðu í að elta vímuna sem getur gefið þér meira sjálfsálit.“ Mark Hunter, sem keppti fyrir Bretland í róðri á Ólympíuleikum, lýsti því hvernig það að lenda í síðasta sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 hafði áhrif á hann. „Þetta var versti tímapunktur lífs míns. Ég var blankur og átti ekkert. Ég var oft að keyra eftir minna förnum vegum og hugsaði með mér að ef ég myndi lenda í slysi þá myndi það ekki skipta neinu máli, ég hafði farið og keppt á stærsta sviðinu og orðið síðastur.“ Hunter missti alla styrki sem hann hafði verið með frá ríkinu en þakkar þjálfurum íþróttafélagsins hans fyrir það að hafa komið honum í gegnum þennan tíma og aftur á meðal þeirra bestu. Hann vann síðar gull í Beijing 2008 og silfur í London 2012. Yfirmenn íþróttamála í Englandi segja mikið hafa verið gert á undanförnum árum til þess að hjálpa íþróttamönnum að aðlagast lífinu eftir íþróttaferilinn. Crista Cullen, fyrrum verðlaunahafi í hokkí, sagði íþróttamenn ekki hugsa nógu mikið um hvað þeir ætli að gera eftir að ferlinum líkur.
Aðrar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjá meira