Húsið við Veghúsastíg 1 fær að fjúka Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Eigendur hússins hafa beðið í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Þeir héldu því fram að húsið væri slysagildra og að það væri óíbúðarhæft. Nú hefur úrskurðarnefndin tekið ákvörððun þeim í vil. Vísir/Anton Brink Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar.
Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00