Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Aðgerðum lögreglunnar í Mjanmar hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent