Ganga skrefinu lengra 3. febrúar 2018 10:00 Hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson eru eigendur húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækisins AGUSTAV. Vísir/Anton Brink Nýjasta vara húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækisins AGUSTAV er fallegur trébekkur úr gegnheilum við með svörtum stálfótum. Gústav Jóhannsson, annar helmingur fyrirtækisins, segir að hugmyndina að honum hafa verið lengi að mótast hjá þeim. „Við sýndum hugmyndina að honum fyrst á sýningu síðasta sumar en náðum svo loks að klára útfærsluna og bjóða upp á hana sem part af vöruúrvalinu okkar um miðjan október. Við höfum prófað okkur áfram með ýmsar viðartýpur og bjóðum nú upp á bekkinn í eik, hnotu og mahóní. Engar skrúfur eða naglar eru í bekknum heldur stendur hann á spennunni einni saman.“Nýi trébekkurinn er úr gegnheilum við með svörtum stálfótum. Vísir/Anton BrinkNýtist víða Hinn helmingur fyrirtækisins, Ágústa Magnúsdóttir, segir bekkinn tilvalinn á ganginn, við enda rúmsins, við borðstofuborðið eða hvar sem vantar bekk á heimilið. „Undirstuðningurinn nýtist svo einnig vel sem hilla fyrir skó, box, körfur eða annað. Viðtökurnar á bekknum hafa verið framar öllum vonum og það er gaman að sjá hvað fólki dettur í hug að nota hann á marga mismunandi vegu.“ Ágústa og Gústav eru hjón og hafa rekið fyrirtækið saman frá árinu 2011 en þau fluttu heim árið 2014 eftir margra ára dvöl í Danmörku og á Ítalíu.Engar skrúfur eða naglar eru í bekknum heldur stendur hann á spennunni einni saman.Vísir/Anton BrinkMikilvægur vettvangur Það styttist í Hönnunarmars sem þau segja að hafi alltaf verið mikilvægur vettvangur til að vekja athygli á sér. „Það er gulls ígildi að eiga nokkra daga á ári þar sem stór hluti íbúa landsins og erlendir gestir flykkjast um bæinn með það að markmiði að kynna sér hvað er í boði.“ Í ár munum þau standa fyrir sýningu í nýju sýningarrýmið þeirra og Kjartans Óskarssonar á Funahöfða 3. „Þar ætlum við að kynna bæði sýningarrýmið og verkstæðið og kynna um leið hugmyndafræðina sem við vinnum út frá. Að sjálfsögðu munum við einnig kynna nýjar vörur, m.a. nýjan stól sem við erum mjög spennt fyrir. Þessi þróunartími er einhver skemmtilegasti tími ársins og við viljum alltaf koma með fleiri vörur en færri en við sjáum hvernig þetta þróast í ár hjá okkur.“Mæliprikið er ný vara. Hægt er að panta það í fæðingarlend barns, sem gestgjafaprik með mælilengdum borðdekkingar og sem mæliprik í ákveðinni lengd. Ný hugmynd Fyrir utan nýjar vörur hyggjast þau einnig kynna nýja hugmynd sem leiðir af sér hálfgerða vörulínu. „Við höfum alltaf verið mjög upptekin af því að passa upp á umhverfið í framleiðslunni okkar og m.a. gróðursett tré fyrir hverja selda vöru. Nú viljum við taka þetta skrefinu lengra. Við höfum reynt að minnka affall frá okkur eins og við getum og nýtt allt efni eins vel og hægt er. Við köllum nýju hugmyndina okkar AFGANGAR og gengur hún út á að þaulnýta alla afganga sem falla til á verkstæðinu til framleiðslu á nýjum vörum.“ Þau eru nú þegar komin með nokkrar litlar heimilis- og lífsstíls vörur, allar unnar úr afgögnum sem þau ætla að kynna og bjóða til sölu á Hönnunarmars. „Með þessu móti minnkum við rusl og nýtum afurðir til fulls og getum um leið framleitt smærri vörur á hagstæðu verði. Allir græða!“ Nánar má kynna sér hönnun þeirra á AGUSTAV.is og á Facebook. HönnunarMars Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Nýjasta vara húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækisins AGUSTAV er fallegur trébekkur úr gegnheilum við með svörtum stálfótum. Gústav Jóhannsson, annar helmingur fyrirtækisins, segir að hugmyndina að honum hafa verið lengi að mótast hjá þeim. „Við sýndum hugmyndina að honum fyrst á sýningu síðasta sumar en náðum svo loks að klára útfærsluna og bjóða upp á hana sem part af vöruúrvalinu okkar um miðjan október. Við höfum prófað okkur áfram með ýmsar viðartýpur og bjóðum nú upp á bekkinn í eik, hnotu og mahóní. Engar skrúfur eða naglar eru í bekknum heldur stendur hann á spennunni einni saman.“Nýi trébekkurinn er úr gegnheilum við með svörtum stálfótum. Vísir/Anton BrinkNýtist víða Hinn helmingur fyrirtækisins, Ágústa Magnúsdóttir, segir bekkinn tilvalinn á ganginn, við enda rúmsins, við borðstofuborðið eða hvar sem vantar bekk á heimilið. „Undirstuðningurinn nýtist svo einnig vel sem hilla fyrir skó, box, körfur eða annað. Viðtökurnar á bekknum hafa verið framar öllum vonum og það er gaman að sjá hvað fólki dettur í hug að nota hann á marga mismunandi vegu.“ Ágústa og Gústav eru hjón og hafa rekið fyrirtækið saman frá árinu 2011 en þau fluttu heim árið 2014 eftir margra ára dvöl í Danmörku og á Ítalíu.Engar skrúfur eða naglar eru í bekknum heldur stendur hann á spennunni einni saman.Vísir/Anton BrinkMikilvægur vettvangur Það styttist í Hönnunarmars sem þau segja að hafi alltaf verið mikilvægur vettvangur til að vekja athygli á sér. „Það er gulls ígildi að eiga nokkra daga á ári þar sem stór hluti íbúa landsins og erlendir gestir flykkjast um bæinn með það að markmiði að kynna sér hvað er í boði.“ Í ár munum þau standa fyrir sýningu í nýju sýningarrýmið þeirra og Kjartans Óskarssonar á Funahöfða 3. „Þar ætlum við að kynna bæði sýningarrýmið og verkstæðið og kynna um leið hugmyndafræðina sem við vinnum út frá. Að sjálfsögðu munum við einnig kynna nýjar vörur, m.a. nýjan stól sem við erum mjög spennt fyrir. Þessi þróunartími er einhver skemmtilegasti tími ársins og við viljum alltaf koma með fleiri vörur en færri en við sjáum hvernig þetta þróast í ár hjá okkur.“Mæliprikið er ný vara. Hægt er að panta það í fæðingarlend barns, sem gestgjafaprik með mælilengdum borðdekkingar og sem mæliprik í ákveðinni lengd. Ný hugmynd Fyrir utan nýjar vörur hyggjast þau einnig kynna nýja hugmynd sem leiðir af sér hálfgerða vörulínu. „Við höfum alltaf verið mjög upptekin af því að passa upp á umhverfið í framleiðslunni okkar og m.a. gróðursett tré fyrir hverja selda vöru. Nú viljum við taka þetta skrefinu lengra. Við höfum reynt að minnka affall frá okkur eins og við getum og nýtt allt efni eins vel og hægt er. Við köllum nýju hugmyndina okkar AFGANGAR og gengur hún út á að þaulnýta alla afganga sem falla til á verkstæðinu til framleiðslu á nýjum vörum.“ Þau eru nú þegar komin með nokkrar litlar heimilis- og lífsstíls vörur, allar unnar úr afgögnum sem þau ætla að kynna og bjóða til sölu á Hönnunarmars. „Með þessu móti minnkum við rusl og nýtum afurðir til fulls og getum um leið framleitt smærri vörur á hagstæðu verði. Allir græða!“ Nánar má kynna sér hönnun þeirra á AGUSTAV.is og á Facebook.
HönnunarMars Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira