Bilunin stóð í tuttugu mínútur og svo aftur í fimmtíu mínútur Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2018 11:31 Friðrik Þór Snorrason segir ekki algengt að svona bilun komi upp. RB/Vísir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að bilun hafi orðið í búnaði sem hafi svo haft keðjuverkandi áhrif sem varð til þess að landsmenn gátu ekki notast við greiðslukort eða hraðbanka á tímabili í gær. Hann segir að gripið hafi verið til ráðstafana og að fullur skilningur sé á hvað hafi gerst. Friðrik Þór segir að bilunin hafi komið upp í tvígang í gær. „Annars vegar klukkan 13 og svo aftur rétt eftir klukkan 17. Fyrra atvikið varði í tuttugu mínútur og það síðara í fimmtíu mínútur.“Ráða yfirleitt vel við álagið Hann segir að það hafi verið mánaðarmót og líkt og um öll mánaðarmót þá hafi verið mikið álag á kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptabankanna. „Að öllu jöfnu þá ráðum við vel við það álag, en ofan í þetta álag kom bilun í búnaði sem takmarkaði mjög afkastagetuna við afgreiðslu greiðslna og hafði keðjuverkandi áhrif.“ Friðrik Þór segir að seinna atvikið, það er það sem varð skömmu eftir klukkan 17, hafi komið á mjög kunnuglegum tíma, að vinnudegi loknum og fjölmargir hafi verið staddir í verslunum. Þetta hafi valdið truflunum í heimildargjöf debetkorta, afgreiðslukerfi bankanna og í hraðbönkum. „Þess vegna hafði þetta mjög mikil óþægindi í för með sér og þykir mjög leitt.“Óalgengt að svona komi upp Friðrik segir að ekki algengt að svona komi fyrir. „Sem betur fer er það mjög óalgengt. En þetta getur gerst og þá yfirleitt í mun skemmri tíma en varð í gær.“ Í tilkynningu frá RB kemur fram að færslur sem framkvæmdar voru oftar en einu sinni verði leiðréttar af RB í dag. Viðskiptavinir sem ekki geta beðið geti heins vegar leitað til síns viðskiptabanka. Neytendur Tengdar fréttir Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að bilun hafi orðið í búnaði sem hafi svo haft keðjuverkandi áhrif sem varð til þess að landsmenn gátu ekki notast við greiðslukort eða hraðbanka á tímabili í gær. Hann segir að gripið hafi verið til ráðstafana og að fullur skilningur sé á hvað hafi gerst. Friðrik Þór segir að bilunin hafi komið upp í tvígang í gær. „Annars vegar klukkan 13 og svo aftur rétt eftir klukkan 17. Fyrra atvikið varði í tuttugu mínútur og það síðara í fimmtíu mínútur.“Ráða yfirleitt vel við álagið Hann segir að það hafi verið mánaðarmót og líkt og um öll mánaðarmót þá hafi verið mikið álag á kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptabankanna. „Að öllu jöfnu þá ráðum við vel við það álag, en ofan í þetta álag kom bilun í búnaði sem takmarkaði mjög afkastagetuna við afgreiðslu greiðslna og hafði keðjuverkandi áhrif.“ Friðrik Þór segir að seinna atvikið, það er það sem varð skömmu eftir klukkan 17, hafi komið á mjög kunnuglegum tíma, að vinnudegi loknum og fjölmargir hafi verið staddir í verslunum. Þetta hafi valdið truflunum í heimildargjöf debetkorta, afgreiðslukerfi bankanna og í hraðbönkum. „Þess vegna hafði þetta mjög mikil óþægindi í för með sér og þykir mjög leitt.“Óalgengt að svona komi upp Friðrik segir að ekki algengt að svona komi fyrir. „Sem betur fer er það mjög óalgengt. En þetta getur gerst og þá yfirleitt í mun skemmri tíma en varð í gær.“ Í tilkynningu frá RB kemur fram að færslur sem framkvæmdar voru oftar en einu sinni verði leiðréttar af RB í dag. Viðskiptavinir sem ekki geta beðið geti heins vegar leitað til síns viðskiptabanka.
Neytendur Tengdar fréttir Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35