Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:59 Nokkuð hefur verið um það að ökumenn hafi ekki virt lokanir. Jóhann K. Jóhannsson Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15