Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 22:25 Búist er við slæmu veðri í kvöld. Jóhann K. Jóhannsson „Það eru eitthvað á annað hundruð bíla sem eru þarna á svæðinu,“ segir Þorvaldur Hallsson, svæðisstjóri hjá Landsbjörgu um ástandið á Hellisheiði og Sandskeiði. Mjög slæmt veður er á Hellisheiði. Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. Um 90 björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á heiðinni sem ferja þá sem fastir eru upp á heiði til byggða eða aðstoða þá við að losa bílana. Þorvaldur segist ekki geta sagt með fullri vissu hversu margir bílar séu fastir enda hafi björgunarsveitarmenn ekki komist lengra en að Litlu Kaffistofunni. Þá séu björgunarsveitir frá Hveragerði og Árborg að störfum hinum megin frá. Telur Þorvaldur að um þrjá til fimm tíma taki til þess að koma öllum þeim til bjargar sem á aðstoð þurfi. Reynt verði að koma sem flestum af stað á ný en í það minnsta verði bílar færðir til svo að snjóruðningstæki geti komist leiðar sinnar. Búið er að loka Hellisheiði sem og Þrengslum vegna veðurs. Þá hefur Mosfellsheiði, Lyngdalsheði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði einnig verið lokað vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi víðs vegar um land vegna veðurs til hádegis á morgun. Ívar Halldórsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, er einn af þeim sem fastur er á Hellisheiði. Í samtali við Vísi sagðist hann hafa verið á leið austur yfir heiði en verið snúið við. Aftakaveður sé á heiðinni og að umferðin í átt að höfuðborgarsvæðinu hafi færst um 50-70 metra síðustu klukkutímana. Ívar tók meðfylgjandi myndband en í því má sjá hvernig ástandið er á heiðinni. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Það eru eitthvað á annað hundruð bíla sem eru þarna á svæðinu,“ segir Þorvaldur Hallsson, svæðisstjóri hjá Landsbjörgu um ástandið á Hellisheiði og Sandskeiði. Mjög slæmt veður er á Hellisheiði. Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. Um 90 björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á heiðinni sem ferja þá sem fastir eru upp á heiði til byggða eða aðstoða þá við að losa bílana. Þorvaldur segist ekki geta sagt með fullri vissu hversu margir bílar séu fastir enda hafi björgunarsveitarmenn ekki komist lengra en að Litlu Kaffistofunni. Þá séu björgunarsveitir frá Hveragerði og Árborg að störfum hinum megin frá. Telur Þorvaldur að um þrjá til fimm tíma taki til þess að koma öllum þeim til bjargar sem á aðstoð þurfi. Reynt verði að koma sem flestum af stað á ný en í það minnsta verði bílar færðir til svo að snjóruðningstæki geti komist leiðar sinnar. Búið er að loka Hellisheiði sem og Þrengslum vegna veðurs. Þá hefur Mosfellsheiði, Lyngdalsheði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði einnig verið lokað vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi víðs vegar um land vegna veðurs til hádegis á morgun. Ívar Halldórsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, er einn af þeim sem fastur er á Hellisheiði. Í samtali við Vísi sagðist hann hafa verið á leið austur yfir heiði en verið snúið við. Aftakaveður sé á heiðinni og að umferðin í átt að höfuðborgarsvæðinu hafi færst um 50-70 metra síðustu klukkutímana. Ívar tók meðfylgjandi myndband en í því má sjá hvernig ástandið er á heiðinni.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26