Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 20:00 Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan. Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan.
Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00