Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Guðný Hrönn skrifar 2. febrúar 2018 09:30 Nú eru hlauparar víða um heim farnir að tína rusl samhliða því að hlaupa og Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með það. NORDICPHOTOS/GETTY/einkasafn Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Nýtt æði hefur skotið rótum í hlaupasamfélögum víða um heim. Þetta æði kallast plogging og snýst um að tína upp rusl á sama tíma og hlaupið er. Plogging er oftast stundað í hóp en auðvitað er líka hægt að plogga einn síns liðs. Æðið er upprunnið í Svíþjóð. Hlauparinn og umhverfisstjórnunarfræðingurinn Stefán Gíslason er ánægður með tilkoma þessa nýja æðis sem hefur margþætt notkunargildi. „Mér líst bara mjög vel á. Það er skemmtilegt að þarna sé verið að flétta tvennu saman, og meira að segja fleira en tvennu. Þetta snýst auðvitað um að hlaupa og tína upp rusl en þetta snýst líka um samveru.“„Svo er þetta meiri líkamsrækt heldur en bara hlaup, fólk er líka að gera hnébeygjur í leiðinni.“ Stefán hefur orðið þess var að plogging sé að ná útbreiðslu. „Það er talað um að þetta sé sænsk hugmynd en ég hef líka séð að þetta er gert til dæmis í Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi.“ Sjálfur hefur Stefán ekki prófað að plogga en hann er opinn fyrir að gefa þessu æði séns. „Þetta er góð hugmynd og með margþætt notagildi. Með þessu er til dæmis hægt að vekja athygli á hversu fáránlega mikið rusl lendir á götunni,“ útskýrir Stefán sem sér mikla möguleika í plogginu. „Það er hægt að nota þetta sem útgangspunkt fyrir umhverfisumræðu í nærumhverfinu. Svo hefur fólk verið að gera keppni úr þessu og birta myndir af sér á Instagram og Facebook. Þetta getur líka verið leið fyrir fólk sem er ekki endilega hlauparar til að koma sér af stað, vegna þess að það er farið hægt yfir.“ Spurður út í hvort hann verði var við mikið rusl þegar hann hleypur svara hann játandi. „Já, af nógu er að taka. Maður fer ekki út að hlaupa án þess að sjá eitthvað rusl. Það er alls staðar, eiginlega alveg sama hvert maður fer, jafnvel uppi á fjöllum. Sérstaklega plast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira