Sighvatur pakkaði enska UFC-kappanum saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 19:30 Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“ MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram uppgjafarmót í glímu í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíð. Mótið heppnaðist vel en í aðalbaradaganum var mættur UFC kappi frá Englandi til þess að glíma við Sighvat Magnús Helgason. Þetta mót var sérstakt að því leyti að einungis var hægt að sigra með uppgjafartaki samkvæmt svokölluðum EBI reglum. Engin stig voru í boði. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hér á landi. Það var uppselt á mótið og mikil stemning. Alls voru níu glímur á dagskránni en aðalglíman var á milli enska UFC kappans Tom Breese og Sighvats Magnúsar Helgasonar sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu undir Gunnari Nelson. Glíma þeirra kappa var snörp og skemmtileg. Breese byrjaði betur og náði glæsilegri fellu mjög snemma. Það kom þó ekki Sighvati úr jafnvægi því hann var fljótur að snúa taflinu sér í hag. Honum tókst á glæsilegan hátt að ná bakinu á Breese sem þó varðist fimlega. Sighvatur var aftur á móti þolnimóður, missti ekki takið og læsti hengingunni af bakinu þannig að Breese neyddist til þess að gefast upp. Frábær tilþrif hjá okkar manni. Skemmtileg glíma og skemmtilegt kvöld sem örugglega verður endurtekið hjá Mjölni síðar. Frábærar glímur litu dagsins ljós á mótinu en besta glíma kvöldsins var viðureign Halldórs Loga Valssonar og Bjarna Kristjánssonar. Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu þegar skammt var eftir af glímunni en glíman var stórskemmtileg. Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með vel heppnuðum fótalás. Glíma þeirra var sömuleiðis mjög skemmtileg en uppgjafartak Sigurpáls var valið besta uppgjafartak kvöldsins.Öll úrslit mótsins má sjá hér að neðan: - Sighvatur Magnús Helgason sigraði Tom Breese með „rear naked choke“ - Halldór Logi Valsson sigraði Bjarna Kristjánsson með „guillotine“ hengingu - Bjarki Þór Pálsson sigraði Davíð Frey Guðjónsson með „guillotine“ hengingu - Ómar Yamak sigraði Magnús 'Loka' Ingvarsson með fótalás - Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sigraði Alex Colemen eftir armlás í bráðabana - Inga Birna Ársælsdóttir sigraði Dóru Haraldsdóttur með „heel hook“ - Sigurpáll Albertsson sigraði Kristján Helga Hafliðason með fótalás - Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Lilju Rós Guðjónsdóttur með „rear naked choke“ í framlengingu - Jósep Valur Guðlaugsson sigraði Helga Rafn Guðmundsson með „arm-triangle“
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira