Telja ólíklegt að kjarasamningum verði sagt upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 08:53 Mikill hugur er í verkalýðshreyfingunni nú þegar hver kjarasamningurinn á fætur öðrum rennur út. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér. Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans telur ólíklegt að kjarasamningum á almenna markaðnum verði sagt upp nú í lok mánaðar. Hugsanlegt sé þó að mati hagfræðideildarinnar að endurskoðun og viðræður aðila, til dæmis viðræður ASÍ við stjórnvöld, skili einhverjum viðbótum við gildandi samninga eða breytingum á sköttum og/eða bótum. „Það verður því að teljast hæpið að samningsaðilar vilji raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur á síðustu árum,“ segir meðal annars í nýrri Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í dag. Þar er sjónum beint að kjarasamningum á almenna markaðanum en nú styttist í að ákvarðanir verði teknar um uppsögn eða framlengingu þeirra. Ákvörðun um uppsögn þarf að hafa komið fram fyrir klukkan 16.00 þann 28. febrúar næstkomandi. Í Hagsjánni er farið yfir kjaraviðræður síðustu missera sem og ákvarðanir Kjararáðs sem hleypt hafa illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það er mat hagfræðideildarinnar að fátt bendi til þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið frá lokum febrúar í fyrra hafi haft verulega truflandi áhrif á vinnumarkaðinn. „Þá standa eftir úrskurðir Kjararáðs og þeir samningar sem voru gerðir áður en síðasta ákvörðun var tekin. Kröfum ASÍ og SA um að ákvörðunum Kjararáðs yrði breytt var einungis svarað af óverulegu leyti og samkvæmt niðurstöðu starfshóps um Kjararáð sem skilaði skýrslu í lok síðustu viku verður það ekki gert. Bæði ASÍ og SA hafa lýst ánægju með þær breytingar sem lagðar eru til á fyrirkomulagi við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum. Það viðhorf ætti að auka líkur á að samningum verði ekki sagt upp.“Hagsjána má lesa í heild með því að smella hér.
Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira