Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Silfraði bjargvætturinn? Laxeldið virðist gera Vestfirði aftur ákjósanlega til búsetu. Fjölgun þar er meiri en meðaltal á landinu síðustu 5 ár. Vísir/Aron Ingi Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Í árslok bjuggu um 7.000 íbúar á Vestfjörðum en Vestfirðingum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu 100 ár. Þegar mest var voru Vestfirðingar um 13.400 talsins. Fækkun til sveita hefur haft hvað mest áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum. Íbúum í þéttbýli hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma. Árið 1920 bjuggu aðeins tæplega 2.000 manns á Ísafirði en nú búa í hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðar tæplega 4.000 manns sem sýnir á einhvern hátt þá breytingu sem hefur átt sér stað í stærsta sveitarfélagi landshlutans. Einnig er áhugavert að sjá að fjölgunin í Vesturbyggð síðustu fimm ár er meiri en landsmeðaltalið sem segir okkur að sunnanverðir Vestfirðir eru ákjósanlegt búsetusvæði séu atvinnutækifæri fyrir hendi.Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar.Tvö sveitarfélög hins vegar skera sig úr hvað varðar fólksfækkun. Íbúum í Strandabyggð fækkar um 11 prósent á síðustu fimm árum, eða rúmlega tvö prósent á ári að meðaltali sem verður að teljast nokkuð mikið. Einnig er mikil fækkun á Tálknafirði en þaðan hefur fimmti hver íbúi farið á síðustu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri í sjókvíaeldi blási íbúum von í brjóst og ljóst sé að fjöldi einstaklinga hafi flust vestur til að taka þátt í uppbygginu þessa nýja atvinnuvegar. „Það er alveg ljóst að Vestfirðir eru ákjósanlegir til búsetu. Því er mikilvægt að við setjum fleiri stoðir undir byggðirnar. Þessar nýju stoðir eru ferðaþjónusta og eldi og við erum að sjá fjölskyldur koma hingað í leit að hagstæðu fasteignaverði og tryggri atvinnu,“ segir Arna. Vestfirðir eru í raun þrjú svæði vegna ótryggra samgangna; suðurfirðir, Djúpið og svo Strandirnar. Dýrafjarðargöng munu fækka þessum svæðum í tvö. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóðveg 1 til háborinnar skammar. „Þá skiptir það engu hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. þetta er bara til skammar og stendur atvinnulífi hér fyrir þrifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00