Nýtt gervigras í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2018 10:30 Stjarnan - Rossiyanka, Meistaradeildin, knattspyrna, fótbolti Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira