Tékknesk snjóbrettastjarna skrifar ótrúlega sögu á Vetrarólympíuleikunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2018 06:00 Ester Ledecká sátt með gullið. vísir/getty Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Hin tékkneska Ester Ledecká hefur skráð sig á spjöld sögunnar á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í PyeongChang þessa dagana. Þessi 22 ára snjóbrettastjarna kom, sá og sigraði í risasvigi í gær þar sem hún var í 0,01 sekúndu á undan Önnu Veith í mark en sú síðarnefnda varð Ólympíumeistari í Sochi 2014. Sigur Ledecká er af mörgum spekingum talið eitt óvæntasta afrek í sögu Vetrarólympíuleikanna. Saga Ledecká er ótrúleg enda er hún þekktari fyrir afrek sín sem snjóbrettakona og hafði risasvig á skíðum sem aukagrein. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn sem keppir bæði á skíðum og snjóbretti á Ólympíuleikum en hún hefur verið ein fremsta snjóbrettakona heims undanfarin ár og er til að mynda tvöfaldur heimsmeistari í snjóbrettasvigi. Ledecká var númer 26 til að skíða niður og er óhætt að segja að flestir hafi verið byrjaðir að óska Veith til hamingju með önnur gullverðlaunin í röð. Raunar var NBC sjónvarpsstöðin búin að greina frá því að Veith hefði sigrað og þurfti svo að biðjast afsökunar á því þegar Ledecká þaut í mark. Það sem gerir sögu Ledecká enn goðsagnakenndari er sú staðreynd að hún mætti ekki til PyeongChang með skíði meðferðis og fékk því lánuð skíði frá bandarísku skíðastjörnunni Mikaelu Shiffrin. Þá er hún fyrsti Tékkinn til að komast á pall í alpagreinum á Ólympíuleikum. Keppinautar Ledecká trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu tímann hennar og ein þeirra var Lindsey Vonn, goðsögn í þessum bransa en hún var sjálf að keppa; náði sér ekki á strik og hafnaði í sjöunda sæti. ,,Þetta er klárlega ótrúlegt. Ég vildi óska þess að ég byggi yfir sömu gæðum og hún að geta bara stokkið á milli greina og unnið. Ég er því miður bara góð á skíðum en samt vinnur hún mig í því,” sagði Vonn svekkt. Eins og áður kemur fram á Ledecká eftir að keppa í sinni aðalgrein. ,,Ég hlakka til þess að komast á snjóbrettið og nú þarf ég að koma mér í snjóbrettagírinn aftur. Það væri frábært að vinna þá keppni líka og ég mun gera mitt besta til að ná því,” segir þessi nýjasta stórstjarna í skíðaheiminum.Að neðan má sjá hápunkta úr risasviginu í gær.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira