Marit Bjørgen gerði sér lítið fyrir og jafnaði medalíufjölda goðsagnarinnar Ole Einar Bjørndalen þegar norska kvennaboðsveitin kom fyrst í marki á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang.
Svíarnir leiddu fyrir síðasta sprettinn í fjórum sinnum fimm kílómetra boðgöngu, en þá voru Norðmenn í þriðja sætinu á eftir Rússum líka. Þá tók hinn magnaða Marit Bjørgen við keflinu.
Hún sá til þess að norska liðið kom fyrst í mark, tveimur sekúndum á undan Svíum og rúmlega 40 sekúndum á undan Rússum.
Með þessari medalíu jafnar Marit landa sinn Ole Einar Bjørndalen yfir flest verðlaun á vetrarólympíuleikum, en þau hafa bæði unnið þrettán talsins. Með medalíu tók hún fram úr þriðja Norðmanninum, Bjørn Dæhlie.
Bjørndalen hefur þó unnið fleiri gull en Marit, eða átta gegn sjö, en Marit á einu fleiri brons en Bjørndalen, tvö gegn einu. Þau eiga svo bæði fjóra silfurpeninga.
Bjørgen jafnaði Ole Einar Bjørndalen
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




