Óeining um hvort lækka eigi laun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Gylfi Arnbjöronsson, forseti ASÍ, segir sambandið hafa viljað ganga lengra. Vísir/VILHELM Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjararáð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt. „Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti. „Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00 Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. 15. febrúar 2018 20:00
Þrýstingur eykst á uppsögn en SA biður um ró og yfirvegun Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu og forystumenn Framsýnar vilja segja upp kjarasamningum. Formaður VR bíður eftir útspili stjórnvalda. Framkvæmdastjóri SA segir að skoða verði hvað áunnist hefur. 16. febrúar 2018 06:00