Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Fréttablaðiið Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú. Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú.
Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42