Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 20:30 Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur. Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur.
Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44