Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 19:35 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk. Skotárás í Flórída Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Skotárásin í Flórída í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. Þetta var átjánda skotárásin í skólum í Bandaríkjunum á þessu ári. Morðinginn var handtekinn þar sem hann reyndi að blandast hópi nemenda sem flúðu skólann. Það má segja að morðæði hafi gripið um sig í skólum í Bandaríkjunum því á aðeins sjö vikum sem liðnar eru af þessu ári hafa átján skotárásir átt sér stað í opinberum skólum í landinu. Þegar kennslu var að ljúka í Douglas framhaldsskólanum í Parkland um sjötíu kílómetra frá Miami í Flórída í gær hóf Nikolas Cruze, nítján ára fyrrverandi nemandi í skólanum skothríð á nemendur og kennara skólans. Scott Israel lögreglustjóri á svæðinu var miður sín þegar hann talaði við fjölmiðla. „Þetta er hræðilegt, hörmulegt. Það hryggir okkur að segja að 17 manns hafi týnt lífi,“ sagði Israel en tugir manna að auki særðust í árásinni. Tólf féllu inni í skólanum en morðinginn skaut aðra fimm til bana utan við skólann. Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz var handtekinn þar sem hann reyndi að blanda sér í hóp nemenda og kennara sem flúðu skólann og náði einn nemenda skólans þessum myndum þegar lögregla færði hann í járn á skólalóðinni. „Við höfum þegar byrjað að kryfja vefsíður hans og samfélagsmiðla sem hann var á og sumt af því sem kom í ljós er mjög óhugnanlegt,“ sagði lögreglustjórinn. Ekki er vitað um ástæður þess að Cruze myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Hann var vopnaður AR-15 hríðskotariffli og var með mikið magn skotfæra á sér þegar hann var handtekinn. Jillian Davis fyrrverandi samnemandi á námskeiði ungliða í þjóðvarðliðinu segir Cruze hafa verið undarlegan. „Allir á námskeiðinu voru dálítið skrautlegir en hann var mjög sérkennilegur. Ég man bara óljóst hve sérkennilegur hann var en það var aðallega hvað hann var árásargjarn og þögull og feiminn þegar hann varð árásargjarn,“ segir Davis. Þingmenn og samtök sem berjast gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum hafa áratugum saman reynt að fá að minnsta kosti sett bann á eign almennra borgara á sjálfvirkum vopnum sem í raun eru hönnuð fyrir hermenn í bardaga, án árangurs. Þetta var mannskæðasta morðárás í framhaldsskólum í Bandaríkjunum frá fjöldamorðunum Columbine framhaldsskólanum í Littelton í Colorado árið 1999. Þar myrtu tveir nemendur tólf nemendur og kennara en kvikmynd hefur verið gerð um þau voðaverk.
Skotárás í Flórída Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira