Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 14:00 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar Vísir/Völundur Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikinn titring innan hreyfingarinnar og margir vilji segja samningunum upp. Það var mat bæði aðildarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir ári að forsendur kjarasamninga hefðu brugðist vegna ákvarðana kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna. Þá náðist hins vegar samkomulag um breytingar á kjarasamningum sem tryggði framlengingu þeirra til loka þessa mánaðar. Síðan þá hefur kjararáð tekið ákvarðanir um kjör ýmissa hópa sem verkalýðshreyfingin telur vera langt umfram það sem samið hafi verið um á almennum markaði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frá því ríkisstjórn var mynduð átt í viðræðum við hana um kjaramál, en fjöldi samninga opinberra starfsmanna eru lausir eða við það að losna á næstu misserum. Samkvæmt gildandi kjarasamningum á almenna markaðnum fer nú fram endurskoðun á samningunum og ef ekki tekst samkomulag um hana er hægt að segja samningunum upp nú um mánaðamótin.Tvennt þurfi að gerast á næstu vikum Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hvatt er til þess að samningunum verði sagt upp. Aðalsteinn Baldursson formaður félagsins segir þó enn ekki fullreynt hvort samkomulag takist á næstu tveimur vikum við Samtök atvinnulífsins.„Menn hafa núna febrúar til að meta stöðuna og koma með tillögur um breytingar. En komi þær ekki til á að segja upp samningum að okkar mati frá og með næstu mánaðamótum,“ segir Aðalsteinn.Vilji menn framlengja kjarasamningum þurfi að hækka lægstu launin sem enn séu undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði.„Það þarf að koma til hækkun þar. Síðan erum við að sjá sjálft kerfið eins og atvinnuleysisbæturnar sem eru í sögulegu lágmarki meðan tryggingargjaldinu er haldið hátt uppi. Í staðinn fyrir að peningarnir renni til þeirra sem eru atvinnulausir rennur þetta beint í ríkiskassann. Það eru skattamálin, það er verið að pína okkar fólk meira en aðra varðandi skatta,“ segir Aðalsteinn.Tvennt þurfi að gerast á næstu tveimur vikum, annars vegar að ríkisstjórnin komi þegar í stað með aðgerðir til kjarabóta og hins vegar að samkomulag náist við Samtök atvinnulífsins um hækkun lægstu launa. Að öðrum kosti eigi að segja samningum upp. Í fyrra hafi verið ákveðið að bíða vegna samninga sem fram undan voru við opinbera starfsmenn en síðan þá hafi kjararáð verið algerlega úti á túni í ákvörðun kjara einstakra hópa.„Það er kannski líka það sem heldur okkar fólki á tánum og elur á reiðinni. Það eru þessir úrskurðir kjararáðs í tíma og ótíma með gríðarlegar hækkanir. Svo ekki sé talað um aðra hluti eins og nú kemur í ljós varðandi aksturinn hjá alþingismönnum og annað sem vekur furðu fólks,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira