Af kennurum, græðgi og vanrækslu Hjördís Albertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 10:46 Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun