Elsa Guðrún Jónsdóttir varð í morgun fyrsta íslenska konan sem keppir í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum.
Hún var á meðal þátttakenda í tíu kílómetra skíðagöngu kvenna í PyeungChang í morgun þar sem hún hafnaði í 78. sæti af 90 keppendum.
Elsa Guðrún fór brautina á 31:12,8 mínútum og var ríflega sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum Ragnhildi Haga frá Noregi.
Charlotte Kalla frá Svíþjóð fékk silfrið en hún var heilum 20 sekúndum á eftir þeirri norsku. Stórstjarnan Marit Björgen var svo í þriðja sæti.
Elsa kom 78. í mark í skíðagöngu í PyeungChang
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn


Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti