Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:45 Lögregla og sérsveit fluttu nemendur burt af vettvangi. Vísir/Getty Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída í gærkvöldi er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. Hann er fyrrverandi nemendi Marjory Stoneman Douglas High skólans en 17 samnemendur hans og kennarar létust í árásinni. Lögreglan vinnur nú að því að greina hegðun Cruz á samfélagsmiðlum. Haft eftir lögreglustjóra á vef breska ríkisútvarpsins að margar færslur byssumannsins í aðdraganda árásarinnar hafi verið „mjög, mjög óhugnalegar.“ Að sögn miðla vestanhafs hafði Cruz verið vikið úr skólanum vegna hegðunarvandamála, sem þó eru ekki útskýrð nánar. Þá er haft eftir samnemendum hans að Cruz hafi áður hótað þeim öllu illu. Þeir hafi jafnvel grínast með það sín á milli að Cruz væri líklegur til þess að mæta einn daginn með sjálfvirkan riffil í skólann. Sjá einnig: Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í FlórídaByssumaðurinn er sagður hafa notað AR-15 hríðskotariffil til verksins, ekki ósvipaðan þessum hér.Vísir/GettyCruz hélt að framhaldsskólanum klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma eða um það leyti sem flestir nemenda skólans voru á heimleið. Hann myrti þrjá fyrir utan skólann áður en hann stráfelldi 12 á göngum byggingarinnar. Þeirra á meðal var þjálfari ruðningsliðs skólans. 17 voru fluttir á sjúkrahús og létust 2 af sárum sínum þegar þangað var komið. Rúma klukkustund tók að yfirbuga Cruz sem sagður er hafa kveikt á brunavarnakerfi skólans áður en hann hleypti af. Varð það til þess eins að valda meiri glundroða að sögn vitna, sem margir töldu að um eldvarnaræfingu væri að ræða. Var það til þess að margir leituðu skjóls á svokölluðum söfnunarsvæðum þangað sem fólk skal leita í eldsvoða. Bandarískir miðlar greina frá því að Cruz sé meðal hinna særðu og að þrír séu enn taldir í lífshættu. Enn er unnið að því að nafngreina fórnarlömbin en árásin er sú mannskæðasta í bandarískum framhaldsskóla síðan árið 2012. Þá létust 26 í skotárás í Connecticut.Hér að neðan má sjá myndband BBC sem rekur atburðarásina í gær.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Fyrrum nemandi skólans í varðhaldi eftir skotárásina í Flórída Minnst fimmtíu eru særðir og nokkrir látnir. 14. febrúar 2018 23:26