HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 HS Orka vill reisa allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi. Vísir/GVA Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Orkumál „Við erum að leita tækifæra og ákváðum að sækja um hjá Reykjanesbæ að fá að reisa mastur sem yrði eitt nauðsynlegt skref á leiðinni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Fyrirtækið hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi til að skoða hvort forsendur sé fyrir því að reisa vindorkuver á svæðinu. Samkvæmt umsókn HS Orku felst rannsóknarverkefnið í að reisa hið háa mastur til að mæla vindstyrk í um eitt til tvö ár og síðan fjarlægja það. Niðurstöður mælinganna verða síðan nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver, með tilheyrandi vindmyllum, innan tiltekins svæðis frá mælingarstað. „Vindorka er eitthvað sem á eftir að koma til skjalanna í auknum mæli á Íslandi og það eru ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er hér mikil vindauðlind. Í öðru lagi er aukin orkuþörf og eftirspurn í landinu og í þriðja lagi er ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta hingað til, hvorki HS Orka né aðrir, í stórum stíl sú að það eru tveir aðrir kostir í landinu ódýrari og áreiðanlegri. Jarðvarmi og vatnsafl.“Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.Vísir/AntonÞetta hafi hins vegar breyst og að sögn Ásgeirs hefur kostnaður við framleiðslu vindorku lækkað verulega á síðustu tíu árum. „Þetta er orðinn samkeppnisfær möguleiki í kostnaði og þá er eftir samanburðurinn á öðrum sviðum.“ Að sögn Ásgeirs hentar Reykjanes vel þar sem allir innviðaþættir séu sterkir. Þar sé vindasamt, vegir til staðar, aðgengi auðvelt, raforkuflutningskerfi nærri og raskað svæði meðal annars vegna Reykjanesvirkjunar sem HS Orka rekur. Ásgeir segir mastrið vissulega þurfa að vera hátt, eða sem nemur ríflega hæð Hallgrímskirkjuturns, en sé þó mjótt á við fjarskiptamastur. Nauðsynlegt sé að hafa það hátt til að mæla vind í meiri hæð en í hefðbundnum veðurmælingum. Mælingar segi svo til um hvernig vindmyllur þyrfti að setja upp. Erindi HS Orku kom inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í fyrradag. Ásgeir segir umsóknina nauðsynlegt skref í verkefninu en í henni felist þó engin ákvörðun um að byggja vindmyllur fyrr en hugsanlega síðar. Fáist leyfi fyrir rannsóknarmastrinu geti verkefnið farið af stað innan árs.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira