Talsmaður NSA segir tökum hafa verið náð á svæðinu. Samkvæmt frétt NBC er svartur jeppi við innganginn og voru skotgöt í framrúðu hans. Þá sjást tveir aðilar í járnum við bílinn.
Þrátt fyrir áberandi merkingar kemur fyrir að ökumenn enda fyrir slysni við inngang NSA. Árið 2015 dó 27 ára ökumaður þegar hann ók að höfuðstöðvunum fyrir slysni á stolnum bíl. Hann var skotinn til bana við vegatálma lögreglu.
#BREAKING: @Chopper4Brad over the scene of an apparent shooting at the entrance of the NSA. At least one suspect appears to be taken into custody. pic.twitter.com/ptMpwkubGE
— Tom Lynch (@TomLynch_) February 14, 2018