Lægð dagsins annars eðlis Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 06:55 Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil. VÍSIR/VILHELM Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu. Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu.
Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41
Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33