Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 15:00 Ragnar Aðalsteinsson segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Vísir/Anton/GVA Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira