Léttir til síðdegis: „Svo er það bara næsta lægð í fyrramálið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2018 10:56 Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir morgundaginn. Mynd/Veðurstofa Íslands Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt. Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Nokkuð hvasst er nú á Norðvestur og Norðausturlandi sem og á Suðausturlandi og hefur fjallvegum verið lokað vegna ófærðar. Lægð er yfir landinu en útlit er fyrir þokkalegt veður í kvöld. Önnur lægð bíður þó átekta og mun koma yfir landið á morgun. „Það er þokkalegt veður hérna suðvestan til á landinu. Það gengur á með éljum og vindurinn er ekkert hvass. Það er hins vegar hvasst fyrir norðan og austan,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi og ófært á kafla fyrir austan Hvammstanga og einnig ófært á Hófaskarði. Lokað er yfir Vatnsskarð, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði vegna óveðurs. Vegagerðin hefur einnig virkjað óvissustig á Hellisheiði og Þrengslum og er verið að meta hvort þurfi að loka þar. Þá bendir lögreglan á Suðurlandi á að mikil hálka sé á vegum í kringum Höfn en þar eru björgunarsveitir í útköllum að aðstoða bændur og vegfarendur. Hafa nokkrir bílar fokið út af þjóðvegi 1 vestan Nesja, án slysa. Biður lögregla að fylgjast vel með færð á vegum og veðri eða bíða þangað til síðdegis áður en haldið er stað í umdæmi lögreglunnar.Næsta lægð framundan en svo kemur hlé Telur Haraldur útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um flesta þessa vegi í dag en það fari þó allt eftir því hvernig gangi að moka, veðurfarslega séð ætti þó ekkert að koma í veg fyrir mokstur. „Þetta kerfi færist vestur á bóginn og fer að grynnast þannig að í eftirmiðdaginn fer að lægja á landinu. Það verður hið þokkalegasta veður í kvöld en svo er það bara næsta lægð í fyrramálið.“ Henni fylgir aðallega hvassviðri í flestum landshlutum en höfuðborgarsvæðið ætti reyndar að sleppa að mestu. „Það verður hvassast á Suður- og Suðausturlandi en stormur víða um land,“ segir Haraldur. „Það hvessir líka á Norðausturlandi en þetta er í flestum landshlutum. Það verður víðast hvar leiðindaveður á morgun. Það er ekki mikill snjór með þessu, þetta er aðallega vindur en það snjóar eitthvað á austanverðu landinu,“ segir Haraldur. Landsmenn eru eflaust komnir með nóg af lægðunum sem dunið hafa á landinu undanfarið. Útlit er þó fyrir bjartari tíma. Lægðin sem færist yfir landið á morgun ætti að ganga niður seinnipart miðvikudags en eftir það er útlit fyrir hið þokkalegasta veður næstu tvo til þrjá daga.Veðrið hefur leikið landsmenn grátt undanfarna daga.Vísir/HannaVeðurhorfur á landinu Austan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en talsvert hægari og él SV-lands. Minnkandi sunnanátt og úrkoma síðdegis. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Austan 15-23 í fyrramálið, en 23-28 syðst á landinu. Lægir eftir hádegi á morgun, fyrst með suðurströndinni, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma, slydda eða rigning um allt land, einkum á A-verðu landinu. Hiti um og yfir frostmarki síðdegis.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Dálítil él, en yfirleitt þurrt á SV- og V-landi. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með vætu S- og V-lands, en þurrt á NA-verðu landinu. Fremur hlýtt.
Veður Tengdar fréttir Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21 Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00 Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. 13. febrúar 2018 10:21
Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 12. febrúar 2018 20:00
Óvissustig virkjað á Hellisheiði og Þrengslum Að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar er verið að meta aðstæður varðandi hvort þurfi að loka og þá hvort hægt verði að halda Þrengslum opnum. 13. febrúar 2018 10:37